Use APKPure App
Get HBS old version APK for Android
HBS er snjallforrit sem gjörbyltir aðgengi að Hljóðbókasafni Íslands.
HBS er snjallforrit sem gjörbyltir aðgengi að Hljóðbókasafni Íslands. Snjallforritið felur í sér nýjung sem allir lánþegar geta notfært sér en með snjallforritinu má nálgast allan bókakost Hljóðbókasafns Íslands á fljótlegan og þægilegan hátt í gegnum Android snjallsíma – hvar og hvenær sem er.
Margir lánþegar safnsins eru lesblindir nemendur og geta þeir nú nýtt sér þessa nýjung til að nýta tímann betur, hvort heldur sem er í skólanum, í strætó eða á kaffihúsi, enda er þráðlaust net víða í boði auk þess farsímanet verða sífellt betri. Aðgengi fyrir blinda og sjónskerta er einnig sérlega gott og virkar HBS snjallforritið vel með íslenskum talgervilsröddum sem eru aðgengilegar í gegnum Android síma.
Snjallforritið er samstarfsverkefni sem Hljóðbókasafn Íslands og Tæknivörur, sem er umboðsaðili Samsung Mobile á Íslandi, standa fyrir. Hugbúnaðarfyrirtækið Stokkur Software á veg og vanda að hönnun og forritun snjallforritsins. HBS-appið er fáanlegt án endurgjalds fyrir Android á Google Play.
Last updated on Sep 29, 2016
Lagfæringar á spilaranum þegar notendur hoppa áfram um 30 sekúndur
Przesłane przez
Tatjana Stankovic Savic
Wymaga Androida
Android 4.0.3+
Kategoria
Raport
HBS
1.2.2 by Stokkur Software
Sep 29, 2016